Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Steve Williams segir sigur Woods mikla vítamínsprautu fyrir golfíþróttina
Steve Williams og Tiger Woods.
Miðvikudagur 24. apríl 2019 kl. 22:00

Steve Williams segir sigur Woods mikla vítamínsprautu fyrir golfíþróttina

Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að Tiger Woods vann sitt fyrsta risamót í 11 ár þegar hann fagnaði sigri á Masters mótinu fyrr í þessum mánuði. Flestir golfarar og íþróttaspekingar hafa sammælst um það að sigur Woods væri kærkomin vítamínsprauta fyrir íþróttina.

Nú hefur einn þekktasti kylfuberi allra tíma, Steve Williams, stigið fram og tjáð sig um málið en hann var kylfuberi Woods frá árinu 1999 til ársins 2011.

„Hérna í Nýja-Sjálandi á golf undir högg að sækja. Fjöldi spilaðra hringja fer fækkandi og fjöldi unglinga fer fækkandi. Nú þegar Woods er farinn að keppa aftur og vinna risamót og hugsanlega ógna meti Jack Nicklaus aftur ... þetta var nauðsynleg vítamínsprauta fyrir íþróttina.“

„Þetta er frábært. Hann er eini maðurinn sem hefur þessi áhrif á leikinn. Allir krakkarnir sem sáu þetta hljóta hafa verið spennt fyrir þessu. Þannig það sem hann hefur gert er ótrúlegt afrek. Þetta er svo jákvætt.“

Williams vann með Woods 13 risamót á þeim tíma sem þeir störfuðu saman. Samstarf þeirra endaði árið 2011 og var viðskilnaðurinn ekki góður. Síðan þá virðast þeir hafa tekið hvorn annan í sátt.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640