Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Stjarnfræðilega hátt verðlaunafé á Players meistaramótinu
Rory McIlroy.
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 21:24

Stjarnfræðilega hátt verðlaunafé á Players meistaramótinu

Players meistaramótið er ekki eitt af risamótunum fjórum en mótið er samt sem áður oft kallað fimmta risamótið. Ef tekið er mið af verðlaunaféinu er það alveg skiljanlegt.

Mótið var leikið í mars í ár en það er í fyrsta skipti síðan árið 2006. Heildar verðlaunafé í mótinu í ár er það hæsta í sögu mótaraðarinnar, 12,5 milljón dollarar. Það samsvarar um það bil 1,5 milljörðum íslenskra króna.

Sigurvegari mótsins, Rory McIlroy, fékk í sinn hlut 2,25 milljón dollara sem er um það bil 265 milljónir íslenskra króna. Þannig það má með sanni segja að það var risaverðlaunafé undir á mótinu þrátt fyrir að mótið sjálft sé ekki titlað sem risamót.

Hér að neðan má sjá verðlaunafé nokkurra kylfinga:

Sigurvegari: Rory McIlroy - $2.250.000
2. Jim Furyk - $1.350.000
3. Eddie Pepperell - $725.000
3. Jhonattan Vegas - $725.000
5. Dustin Johnson - $456.250
5. Brandt Snedeker - $456.250
5. Tommy Fleetwood - $456.250
8. Hideki Matsuyama - $350.000
8. Justin Rose - $350.000
8. Brian Harman - $350.000
8. Jason Day - $350.000
...
*72. C.T. Pan og Branden Grace - $24.375

*Neðsta sætið af þeim sem komust gegnum niðurskurðinn.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)