Fréttir

Stjarnfræðilegar upphæðir í boði á lokamóti ársins á PGA mótaröðinni
Justin Rose.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 21. ágúst 2019 kl. 17:23

Stjarnfræðilegar upphæðir í boði á lokamóti ársins á PGA mótaröðinni

Lokamót PGA mótaraðarinnar, Tour Championship mótið, hefst á morgun og á sunnudaginn ræðst hvaða kylfingur mun hampa FedEx bikarnum, tryggja þátttökurétt sinn á mótaröðinni næstu fimm ár og að lokum verða 15 milljónum dollara ríkari.

Heildar verðlaunafé var hækkað úr 35 milljónum dollara í 60 milljónir fyrir þetta tímabil sem þýðir að allir keppendur lokamótsins munu ganga í burtu með væna summu.

Til að mynda mun sá kylfingur sem endar í 10. sæti fá 830 þúsund dollara sem er hvorki meira né minna en rúmlega 100 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins. Kylfingurinn sem hafnar í 30. sæti, sem er neðsta sætið, mun fá 395 þúsund dollara, sem er rétt um 50 milljónir íslenskra króna.

Heildar verðlaunafé: 60 milljón dollarar

Sigurvegarinn: $15 milljónir
2: $5 milljónir
3: $4 milljónir
4: $3 milljónir
5: $2,5 milljónir
6: $1,9 milljónir
7: $1,3 milljónir
8: $1,1 milljón
9: $950.000
10: $830.000
11: $750.000
12: $705.000
13: $660.000
14: $620.000
15: $595.000
16: $570.000
17: $559.000
18: $535.000
19: $520.000
20: $505.000
21: $490.000
22: $478.000
23: $466.000
24: $456.000
25: $445.000
26: $435.000
27: $425.000
28: $415.000
29: $405.000
30: $395.000