Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Stöðug byrjun hjá Gísla og Bjarka
Bjarki Pétursson.
Þriðjudagur 14. maí 2019 kl. 08:00

Stöðug byrjun hjá Gísla og Bjarka

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson hófu í gær leik á Pullman Regional mótinu sem haldið er á Palouse Ridge golfvellinum og er hluti af bandaríska háskólagolfinu.

Bjarki lék fyrsta hring mótsins á höggi undir pari. Hann var á tímabili kominn þrjú högg undir par en fékk tvo skolla á síðustu sex holum hringsins. Bjarki er jafn í 23. sæti í einstaklingskeppninni.

Gísli lék á parinu og er jafn í 37. sæti í einstaklingskeppninni. Lið þeirra, Kent State, er á 4 höggum undir pari og í 10. sæti. Keppnin er jöfn og spennandi en einungis sjö högg skilja að Kent State og Texas A&M sem er í efsta sæti.

Til mikils er að vinna fyrir lið Kent State en fimm efstu liðin komast áfram í NCAA National mótið, stærsta mót ársins í háskólagolfinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Gísli Sveinbergsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)