golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Stóra ruslahelgin framundan
Fimmtudagur 9. febrúar 2023 kl. 00:26

Stóra ruslahelgin framundan

Leikið verður Waste Management Phoenix Open á PGA mótaröðinni nú um helgina. Leikið er á hinum frábæra TPC Scottsdale velli í Arizona. Völlurinn er þekktastur fyrir Stadium holuna - par 3 sextándu - þar sem áhorfendur sitja allan hringinn í kring. Í mótinu í fyrra fór allt á hliðina þegar Sam Ryder setti glæsilega holu í höggi. 

Mótið í fyrra markaði líka tímamót þar sem Scottie nokkur Scheffler steig fram á sjónarsviðið en hann hafði aldrei unnið mót á PGA mótaröðinni þegar hann hóf leik á TPC fyrir ári síðan. Hann sigraði Patrick Cantlay í bráðabana og nú ári síðar hefur hann unnið fjóra sigra á mótaröðinni, þar af eitt risamót. Scheffler á nefnilega eitt stykki grænan jakka í fataskápnum.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Það verður mikið um dýrðir í Arizona þessa helgina því Íslandsvinurinn Patrick Mahomes leikstjórnandi Kansas City Chiefs leikur með sínum mönnum til úrslita um Ofurskálina gegn Philadelphia Eagles.

Justin Thomas fór og kíkti á upphitun fyrir leikinn.