Fréttir

Stuðullinn lægstur á að Johnson verji titilinn
Dustin Johnson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 6. apríl 2021 kl. 20:59

Stuðullinn lægstur á að Johnson verji titilinn

Fyrsta risamót ársins í karlaflokki, Masters mótið, fer fram dagana 8.-11. apríl. Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson hefur titil að verja og ef marka má stærstu veðmálasíðu heims, Bet365, eru mestar líkur á að sú verði raunin.

Johnson er með lægsta stuðulinn á sigur í mótinu í ár en fast á hæla hans koma þeir Bryson DeChambeau og Jordan Spieth sem báðir hafa sigrað á PGA mótaröðinni undanfarnar vikur.

Tiger Woods afrekaði það síðast að verja titil sinn á Masters mótinu en það gerðist árið 2002.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða kylfingar eru taldir líklegastir til sigurs í Masters mótinu:

Dustin Johnson, 10
Bryson DeChambeau, 12
Jordan Spieth, 12
Jon Rahm, 13
Justin Thomas, 13
Rory McIlroy, 19
Patrick Cantlay, 21
Xander Schauffele, 23
Brooks Koepka, 26
Collin Morikawa, 31