Fréttir

Sullivan með nýtt vallarmet í Dúbaí
Andy Sullivan.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 2. desember 2020 kl. 10:18

Sullivan með nýtt vallarmet í Dúbaí

Englendingurinn Andy Sullivan gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Jumeirah golfvellinum í Dúbaí í dag þegar hann lék fyrsta hringinn á móti vikunnar á Evrópumótaröð karla í golfi.

Sullivan lék hringinn á 11 höggum undir pari eða 61 höggi. Á hringnum fékk hann alls 11 fugla og 7 pör en hann hóf leik á 10. teig í morgun.

Fyrir vikið er Sullivan að sjálfsögðu í efsta sætinu í mótinu en þó hafa ekki allir lokið leik á fyrsta keppnisdegi. Sullivan er tveimur höggum á undan þeim Matt Wallace og Antoine Rozner sem deila öðru sætinu á 9 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.