Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Sung Hyun Park komin í efsta sæti heimslistans
Sung Hyun Park
Mánudagur 20. ágúst 2018 kl. 21:28

Sung Hyun Park komin í efsta sæti heimslistans

Sung Hyun Park sigraði í gær á sínu fimmta LPGA móti á ferlinum og þriðja móti á þessu ári. Með sigrinum komst Park upp í efsta sæti heimslistans en hún komst einnig í efsta sætið í stuttan tíma seint á síðasta ári.

Ariya Jutanugarn missir því efsta sætið og fellur niður í annað sætið, 0,05 stigum á eftir Park. Munurinn er það lítill að Jutanugarn getur hæglega náð efsta sætinu aftur með góðum árangri um helgina.

Gerogia Hall er komin upp í níunda sætið og er hún efst evrópsku kvennanna. Hún sigraði á Opna breska kvennamótinu í síðasta mánuði og komst þá í fyrsta skiptið á meðal 10 efstu.