Fréttir

Sung Kang efstur á Shrines Children´s Open
Sung Kang lék frábærlega á fyrsta degi.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 8. október 2021 kl. 08:55

Sung Kang efstur á Shrines Children´s Open

Suður Kóreu maðurinn Sung Kang lék best allra á Shriners Children´s Open mótinu sem hófst í Las Vegas í gær. Kang lék fyrsta hringinn á 10 höggum undir pari og leiðir með tveimur höggum.

Landi hans Sungjae Im, Charley Hoffman og Chad Ramey koma næstir á 8 höggum undir pari.

Keppni heldur áfram í dag og lýkur á sunnudag.

Staðan í mótinu