Fréttir

Sverrir Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 19-21 árs
Frá vinstri: Einar Snæbjörnsson frá GSÍ, Henning Darri, Sverrir, Elvar Már og Helgi Dan Steinsson úr mótstjórn GG. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 16. júní 2019 kl. 20:00

Sverrir Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 19-21 árs

Sverrir Haraldsson, GM, varð í dag Íslandsmeistari unglinga í holukeppni í flokki 19-21 árs. Mótið fór fram um helgina á Húsatólftavelli í Grindavík.

Sverrir, sem var í 8. sæti eftir höggleikinn á föstudaginn, vann þrjá af leikjunum fjórum nokkuð örugglega en fór alla leið á 18. holu í 8 manna úrslitunum gegn klúbbfélaga sínum Ragnari Má Ríkarðssyni.

Þetta er þriðja mótið í röð sem Sverrir vinnur á Íslandsbankamótaröðinni en hann hefur leikið frábært golf í ár.

Í úrslitaleiknum hafði Sverrir betur gegn Elvari Má Kristinssyni, 6/4. Í leiknum um þriðja sætið vann Henning Darri Þórðarson Lárus Garðar Long, 1/0.

Úrslit allra leikja í flokki 19-21 árs má sjá hér fyrir neðan: