Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

TaylorMade járn Woods nú til sölu
Tiger Woods.
Þriðjudagur 9. apríl 2019 kl. 10:00

TaylorMade járn Woods nú til sölu

Tveimur árum eftir að hafa skrifað undir samning um að leika með TaylorMade golfkylfum eru járnin fyrir Tiger Woods loksins tilbúin. Járnin heita P•7TW og getur hinn almenni kylfingur nú forpantað járnin.

Þau kosta samt sitt og verður fólk að vera tilbúið að borga 1.999,99 dollara fyrir settið, sem er rétt um 236 þúsund íslenskar krónur. Byrjað verður að afhenda settin 1. maí næstkomandi.

Samkvæmt TaylorMade tók það fleiri hundruð klukktíma að hanna kylfur sem Woods var ánægður með en hann sást fyrst nota samslags járn á Wells Fargo mótinu í lok árs 2018.

TaylorMade byrjaði að hanna 6-járn og þurfti að gera átta mismunandi útgáfur til að finna útgáfu sem Woods var sáttur við. Síðan gerði TaylorMade 3-járn og 9-járn áður en restin af settinu var smíðað.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)