Fréttir

Það borgar sig að vera Michael Phelps á lokadegi Masters
Michael Phelps.
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 23:23

Það borgar sig að vera Michael Phelps á lokadegi Masters

Það geta verið ákveðnir kostir við það að hafa unnið 23 gullverðlaun á Ólympíuleikunum líkt og Michael Phelps gerði á sínum ferli.

Á lokadegi Masters mótsins kom Phelps sér þægilega fyrir beint fyrir aftan 16. teiginn og var að sjálfsögðu á staðnum þegar Tiger Woods fór næstum holu í höggi á 70. holu mótsins.

Í viðtali eftir mótið sagðist Phelps hafa kynnst fólki sem hefði náð stæði bakvið 16. teiginn og buðu þau honum að vera með sér þar. Það má eflaust leiða líkum að því að upphaflega komst hann á þetta svæði vegna þess að hann er Michael Phelps.

„Við hittum mjög vinalegt fólk sem hafði mætt klukkan 3:30 um morguninn. Þau sögðu að ef við vildum koma aftur á 16. holuna og sitja með þeim þá mættu við það, þar sem þau voru með tvo auka stóla.“

Phelps glímdi við áfangisvandamál hér á árum áður og var hann því spurður út í samband hans og Woods, þar sem báðir hefði gengið í gegnum erfiða tíma.

„Ég hafði samband í gegnum sameiginlegan vin og lét hann vita að ef það væri eitthvað sem hann vildi ræða þá væri ég til staðar. Ég hef gengið í gegnum margt sem fáir hafa gengið í gegnum í íþróttaheiminum. Ég vildi bara sýna stuðning.“

Rúnar Arnórsson
[email protected]