Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Theodór og Dagur léku á fæstum höggum á Hólmsvelli
Theodór Emil Karlsson.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 08:56

Theodór og Dagur léku á fæstum höggum á Hólmsvelli

Um 100 kylfingar tóku þátt í fyrsta opna móti ársins hjá Golfklúbbi Suðurnesja á skírdag sem bar heitið Opið páskamót GS.

Klúbbfélagarnir Theodór Emil Karlsson og Dagur Ebenezersson úr GM léku manna best í mótinu og komu báðir inn á 73 höggum eða höggi yfir pari. Aron Skúli Ingason og Böðvar Bragi Pálsson léku á næst besta skorinu eða 74 höggum, tveimur höggum yfir pari.

Fjórir kylfingar fengu meira en 36 punkta í mótinu. Gísli Vilhjálmur Konráðsson fékk flesta punkta eða 41 talsins.

Úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.


Dagur Ebenezersson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is