Fréttir

Þessir 30 kylfingar komust inn á TOUR Championship
Justin Thomas.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 07:00

Þessir 30 kylfingar komust inn á TOUR Championship

Eftir að BMW meistaramótið kláraðist á sunnudaginn varð ljóst hvaða 30 kylfingar komust inn á lokamót tímabilsins á PGA mótaröðinni, TOUR Championship, sem hefst á fimmtudaginn.

Justin Thomas, sem sigraði á mótinu, er efstur á stigalista mótaraðarinnar og var því á meðal þeirra 30 sem komust inn í mótið. Efsti kylfingur heimslistans, Brooks Koepka, verður einnig með en hann er í þriðja sæti á listanum.

Líkt og Kylfingur greindi frá komst Tiger Woods ekki inn í mótið þrátt fyrir sigur á Masters mótinu fyrr í ár. Woods lék einfaldlega ekki nógu vel á öðrum mótum eða lék ekki á nógu mörgum mótum á tímabilinu. Hann fær nú kærkomna hvíld á meðan leikið er um FedEx bikarinn á TOUR Championship mótinu.

Staðan á stigalistanum fyrir lokamót tímabilsins er eftirfarandi:

1 Justin Thomas 3.475
2 Patrick Cantlay 3.157
3 Brooks Koepka 3.119
4 Patrick Reed 2.946
5 Rory McIlroy 2.842
6 Jon Rahm 2.517
7 Matt Kuchar 2.339
8 Xander Schauffele 2.030
9 Webb Simpson 1.946
10 Abraham Ancer 1.940
11 Gary Woodland 1.912
12 Tony Finau 1.911
13 Adam Scott 1.874
14 Dustin Johnson 1.840
15 Hideki Matsuyama 1.821
16 Paul Casey 1.768
17 Justin Rose 1.739
18 Brandt Snedeker 1.709
19 Rickie Fowler 1.637
20 Kevin Kisner 1.635
21 Marc Leishman 1.587
22 Tommy Fleetwood 1.479
23 Corey Conners 1.476
24 Sungjae Im 1.407
25 Chez Reavie 1.394
26 Bryson DeChambeau 1.371
27 Louis Oosthuizen 1.355
28 Charles Howell III 1.345
29 Lucas Glover 1.337
30 Jason Kokrak 1.254