Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Þessir eru komnir áfram í 8 manna úrslit Belgian Knockout
Bernd Wiesberger slær í Belgíu. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 16:45

Þessir eru komnir áfram í 8 manna úrslit Belgian Knockout

Bernd Wiesberger heldur áfram magnaðri endurkomu á Belgian Knockout mótinu og er nú kominn í 8 manna úrslit mótsins sem fram fara á morgun, sunnudag.

Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í Antwerp á 76 höggum lék hann annan hring mótsins á 64 höggum og rétt komst inn í útsláttarkeppnina. Í dag vann hann svo alla þrjá leiki sína og mætir Ítalanum Guido Migliozzi á morgun í 8 manna úrslitum.

Fari svo að Wiesberger sigri á sunnudaginn verður það annar sigurinn hjá Austurríkismanninum í röð.

Leikirnir í 8 manna úrslitum Belgian Knockout mótsins verða eftirfarandi:

Matt Southgate gegn Darius Van Driel
Gregory Havret gegn Marcel Siem
Bernd Wiesberger gegn Guido Migliozzi
Ewen Ferguson gegn Gavin Green

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)