Fréttir

Þessir hafa leikið á flestum mótum á Evrópumótaröðinni
Sören Kjeldsen og Rory McIlroy á góðri stundu.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 17. janúar 2020 kl. 09:00

Þessir hafa leikið á flestum mótum á Evrópumótaröðinni

Líkt og Kylfingur greindi frá á fimmtudaginn varð Sören Kjeldsen fyrsti Daninn í sögu Evrópumótaraðarinnar til að leika á 600 mótum á mótaröðinni.

Hinn 44 ára gamli Kjeldsen er að byrja 23. tímabilið sitt á Evrópumótaröðinni en hann komst á mótaröð þeirra bestu árið 1998.

Í tilefni þess að Kjeldsen er nú búinn að leika í 600 mótum á Evrópumótaröðinni ákvað miðillinn National Club Golfer að taka saman hvaða 12 kylfingar hafa leikið á flestum mótum í sögu mótaraðarinnar.

Alls eru sex kylfingar á listanum sem eru enn að spila á mótaröðinni og eru þeir kylfingar merktir sérstaklega með stjörnu.

Flest mót á Evrópumótaröðinni:

1. Sam Torrance (706)
2. Miguel Angel Jimenez (691*)
3. David Howell (635*)
4. Barry Lane (685)
5. Colin Montgomerie (639)
6. Raphael Jacquelin (628*)
7. Robert Karlsson (628*)
8. Roger Chapman (619)
9. Paul Lawrie (614*)
10. Eamonn Darcy (610)
11. Malcolm Mackenzie (605)
12. Soren Kjeldsen (600*)


Guy Kinnings ásamt Sören Kjeldsen. Mynd: Getty Images.