Fréttir

Thomas fór best af stað á Opna bandaríska
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 17. september 2020 kl. 21:22

Thomas fór best af stað á Opna bandaríska

Opna bandaríska meistaramótið hófst í dag í New York fylki. Mótið sem upphaflega átti að fara fram í júní er leikið á Winged Foot vellinum. Það var Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas sem fór best af stað og er hann höggi á undan næstu mönnum.

Skor voru með besta móti í dag og sýndist það best á því að Thomas lék á samtals fimm höggum undir pari. Hann tapaði aðeins einu höggi á hringnum í dag en á móti fékk hann sex fugla. Hann kom því í hús á 65 höggum.

Jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eru þeir Patrick Reed og Thomas Pieters. Reed gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á hringnum í dag.

Rory McIlroy er næstur á þremur höggum undir pari ásamt fleiri kylfingum.

Þó svo að nokkur góð skor litu dagsins ljós þá voru nokkrir kylfingar í möluverðu basli. Tiger Woods og Dustin Johnson léku til að mynda á þremur höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.