Fréttir

Þorsteinn fór holu í höggi
Þorsteinn Pálsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 21. október 2019 kl. 12:18

Þorsteinn fór holu í höggi

Þorsteinn Pálsson náði draumahöggi allra kylfinga á 14. holu Valle del Este golfvallarins á Spáni.

Þorsteinn sló höggið með sjö tré og stendi það beint á fána en um er að ræða nokkuð blint högg inn á flötina.

Þegar boltinn var á leiðinni segir konan hans við hann að þetta væri hola í höggi. Þau komu svo upp á flöt og sjá þar boltann sem var merktur með broskalli í holunni en þannig merkir Þorsteinn alla sína bolta.

Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640
Icelandair Gefðu frí um jólin Bus 640