Fréttir

Þrír efstir eftir fyrsta hring Hero World Challenge
Jordan Speech sigraði á mótinu árið 2015.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 3. desember 2021 kl. 08:53

Þrír efstir eftir fyrsta hring Hero World Challenge

Þrír kylfingar eru jafnir í efsta sæti eftir fyrsta hring Hero World Challenge boðsmótsins sem fram fer á Bahamaeyjum. Einungis 20 kylfingar taka þátt í mótinu sem engu að síður er mjög sterkt og margir af bestu kylfingum heims leika á mótinu.

Rory McIlroy, Abraham Ancer og Daniel Berger léku fyrsta hringinn allir á sex höggum undir pari.

McIlroy hefur verið að leika betur að undanförnu eftir erfitt tímabil, sigraði á The CJ Cup í Las Vegas á dögunum og var í forystu á DP World Tour Championship þar til á lokaholunum. Hann fékk sex fugla einn tvöfaldan skolla og einn örn á hringnum í gær.

Brooks Koepka, Justin Thomas og Webb Simpsonn sem einpúttaði sjö síðustu flatirnar eru svo allir á fimm höggum undir pari, einu höggi á eftir forystusauðunum.

Staðan í mótinu