Fréttir

Þrír ernir á níu holum
Patty Tavatanakit.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 7. júlí 2019 kl. 20:43

Þrír ernir á níu holum

Patty Tavatanakit er kannski ekki þekktasta nafnið í kvennagolfinu enn sem komið er en hún gerðist nýlega atvinnumaður eftir farsælan feril sem áhugakylfingur. Hún er á meðal keppenda á LPGA móti vikunnar, Thornberry Creek LPGA Classic mótinu.

Fyrir lokadaginn, sem er enn í gangi, þá var hún á samtals níu höggum undir pari, 11 höggum á eftir efstu konum. Hún er samt aftur á móti jöfn í efsta sæti eftir hring upp á 61 högg, sem er 11 högg undir pari. Líkurnar á því að hún vinni eru eflaust ekki miklar þar sem efstu konur eru ný farnar af stað og skor hafa verið lág í mótinu en engu að síður frábær hringur.

Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að á hringnum í dag fékk hún þrjá erni, sem allir komu á fyrri níu holunum. Hún fékk aðra fimm fugla og 10. pör.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640