Fréttir

Þrír íslenskir kylfingar á meðal keppenda á móti á Áskorendamótaröðinni sem hefst á morgun
Haraldur Franklín Magnús.
Miðvikudagur 12. maí 2021 kl. 19:33

Þrír íslenskir kylfingar á meðal keppenda á móti á Áskorendamótaröðinni sem hefst á morgun

Þrír íslenskir kylfingar verða á meðal keppenda á Range Servant Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni sem hefst á morgun í Svíþjóð. Það eru þeir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Leikið er á Hinton vellinum í Malmö.

Haraldur er að leika á sínu fjórða móti í röð en þetta eru fyrstu mót tímabilsins hjá Andra og Guðmundi á Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur ríður á vaðið af strákunum en hann hefur leik klukkan 7:30 að staðartíma og byrjar hann á 10. teig. með honum í holli eru þeir Andrew Wilson og Elias Bertheussen.

Andri er næstur og byrjar hann klukkan 9:10 á fyrsta teig. Með honum í holli eru þeir Jean Bekirian og Jesper Svensson.

Haraldur hefur svo leik klukkan 13:00 á fyrsta teig. Hann leikur með Jarand Ekeland Arnoy og Jesper Sandborg.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.


Andri Þór Björnsson.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.