Fréttir

Þrír kylfingar með fullt hús stiga á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar
Sverrir Haraldsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 3. júní 2019 kl. 17:33

Þrír kylfingar með fullt hús stiga á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar

Línur eru farnar að skýrast á stigalista Íslandsbankamótaraðar unglinga en eftir tvö mót á mótaröðinni eru þrír kylfingar með fullt hús stiga.

Í strákaflokki 19-21 árs hefur Sverrir Haraldsson GM unnið bæði mótin nokkuð sannfærandi. Hann er því efstur á stigalistanum í þeim flokki með 3.000 stig. Næstur kemur Daníel Ísak Steinarsson, GK, sem hefur endað í öðru sæti á báðum mótunum til þessa.

Í stúlknaflokki 14 ára og yngri hefur Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sýnt fádæma yfirburði. Perla vann fyrsta mót tímabilsins með 17 höggum og það næsta með 14. Hún er að sjálfsögðu efst í sínum flokki með 3.000 stig en næst kemur Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS.

Að lokum er Markús Marelsson, GKG, búinn að vinna bæði mótin í strákaflokki 14 ára og yngri og er því með 3.000 stig. Markús er í bæði skiptin búinn að leika aðeins betur en Gunnlaugur Árni Sveinsson sem situr í öðru sæti stigalistans.

Staðan í öllum flokkum eftir tvö mót á Íslandsbankamótaröðinni:

19-21 árs kk:

1 Sverrir Haraldsson GM 3000.00
2 Daníel Ísak Steinarsson GK 2400.00
3 Helgi Snær Björgvinsson GK 1777.50
4 Bjarki Steinn l. Jónatansson GK 1140.00
5 Ragnar Már Ríkarðsson GM 1065.00

17-18 ára kvk:

1 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 2700.00
2 Kristín Sól Guðmundsdóttir GM 2062.50
3 Bára Valdís Ármannsdóttir GL 1665.00
4 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 1500.00
5 Katla Björg Sigurjónsdóttir GK 1065.00

17-18 ára kk:

1 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 2700.00
2 Jón Gunnarsson GKG 1920.00
3 Kristófer Tjörvi Einarsson GV 1740.00
4 Aron Emil Gunnarsson GOS 1627.50
5 Kristófer Karl Karlsson GM 1500.00

15-16 ára kvk:

1 Nína Margrét Valtýsdóttir GR 2565.00
2 Bjarney Ósk Harðardóttir GKG 2152.50
3 María Eir Guðjónsdóttir GM 2107.50
4 Katrín Sól Davíðsdóttir GM 1972.50
5 Katrín Hörn Daníelsdóttir GKG 1500.00

15-16 ára kk:

1 Böðvar Bragi Pálsson GR 2265.00
2 Finnur Gauti Vilhelmsson GR 2058.75
3 Breki Gunnarsson Arndal GKG 2002.50
4 Björn Viktor Viktorsson GL 1972.50
5 Bjarni Þór Lúðvíksson GR 1758.75

14 ára og yngri kvk:

1 Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 3000.00
2 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS 2152.50
3 Pamela Ósk Hjaltadóttir GR 2073.75
4 Helga Signý Pálsdóttir GR 2062.50
5 Sara Kristinsdóttir GM 1721.25

14 ára og yngri kk:

1 Markús Marelsson GKG 3000.00
2 Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 2400.00
3 Skúli Gunnar Ágústsson GA 2017.50
4 Veigar Heiðarsson GA 2017.50
5 Jón Gunnar Kanishka Shiransson 1650.00


Markús Marelsson.


Perla Sól Sigurbrandsdóttir.