Fréttir

Þrjátíu undir pari sigurskorið á Portúgalska meistaramótinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 31. október 2022 kl. 13:49

Þrjátíu undir pari sigurskorið á Portúgalska meistaramótinu

Sigurskorið á Portúgalska meistaramótinu á DP Evrópumótaröðinni var 30 undir pari. Sem er nýtt met á 72 holum á mótaröðinni. Já, 30 undir pari og þetta var annar sigur Englendingsins Jordan Smith en biðin eftir öðrum sigri var þokkalega löng eða 1918 dagar og 130 mót.

Skorið var mjög lágt á mótinu en Gavin Green sem endaði í 2. sæti lék á 27 höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingarnir léku á 21 upp í 30 undir. 

Það vekur athygli að í efstu tíu sætunum voru tveir Finnar, Tapio Pulkkanen (3. sæti) og Mikko Korhonen, jafn í 8. sæti.