Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Þurfti að fá sér húðflúr eftir sigur Woods
Tiger Woods.
Miðvikudagur 24. apríl 2019 kl. 13:25

Þurfti að fá sér húðflúr eftir sigur Woods

Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að Tiger Woods myndi bæta við sig risatitli fyrir einu til tveimur árum þegar Woods var fjarri góðu gamni og á leið í enn eina bakaðgerðina.

Einn ónefndur einstaklingur hafði svo litla trú á Woods að hann var tilbúinn að fá sér húðflúr á bakið færi svo að Woods myndi takast að sigra á öðru risamóti.

Eins og frægt er orðið sigraði Woods á Masters mótinu tæpum tveimur vikum og þurfti því ónefndi einstaklingurinn að standa við stóru orðin.

Mynd af tattúinu má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is