Tiger Woods vs. Shooter McGavin
Einn besti kylfingur sögunnar hitti besta gervikylfing í heimi nýlega. Tiger Woods hitti Christopher McDonald og að sjálfsögðu var skellt í eina sjálfsmynd.
Tiger Woods þekkja allir en Christopher McDonald lék hinn frábæra Shooter McGavin í kvikmyndinni Happy Gilmore. Það myndu þó fáir efast hver úrslitin yrðu ef kapparnir tveir myndu mætast á golfvellinum.