Fréttir

Todd og Day í forystu á fyrsta risamóti ársins
Jason Day lék fyrsta hringinn á 5 höggum undir pari.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 7. ágúst 2020 kl. 08:14

Todd og Day í forystu á fyrsta risamóti ársins

Á fimmtudaginn fór fram fyrsti hringurinn á PGA meistaramótinu sem er fyrsta risamót ársins í ár.

Ástralinn Jason Day og Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd deila forystunni á 5 höggum undir pari en leikið er á hinum skemmtilega TPC Harding Park velli.

Day sigraði á PGA meistaramótinu árið 2015 en Todd hefur ekki enn unnið risamót.

Höggi á eftir þeim Day og Todd eru Scottie Scheffler, Martin Kaymer, Xander Schauffele, Bud Cauley, Zach Johnson, Brooks Koepka, Justin Rose, Brendan Steele og Mike Lorenzo-Vera. Koepka hefur auðvitað titil að verja í mótinu en hann hefur unnið PGA meistaramótið tvö ár í röð.

Tiger Woods byrjaði vel og er jafn í 20. sæti á 2 höggum undir pari. Af öðrum þekktum kylfingum má nefna að Rory McIlroy lék á parinu, Justin Thomas lék á höggi yfir pari, Jordan Spieth lék á 3 höggum yfir pari og Phil Mickelson lék á 2 höggum yfir pari.

Annar hringur mótsins fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna.