Fréttir

Tólf kylfingar geta orðið stigameistarar á Evrópumótaröðinni
Bernd Wiesberger.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 11:26

Tólf kylfingar geta orðið stigameistarar á Evrópumótaröðinni

Þegar tvö mót eru eftir af tímabilinu á Evrópumótaröð karla er ljóst hvaða tólf kylfingar geta enn staðið uppi sem sigurvegarar í árslok samkvæmt útreikningum Sky Sports.

Mót vikunnar er Nedbank Golf Challenge og fer fram í Suður-Afríku. Eftir það mót halda svo bestu kylfingar mótaraðarinnar til Dubaí þar sem lokamótið fer svo fram. Leikið er um 3 milljónir dollara í því móti sem er hæsta verðlaunafé mótaraðarinnar.

Eftirfarandi kylfingar geta enn unnið stigameistaratitilinn:

Bernd Wiesberger
Jon Rahm
Shane Lowry
Matt Fitzpatrick
Rory McIlroy
Tyrrell Hatton
Matt Wallace
Tommy Fleetwood
Robert MacIntyre
Erik Van Rooyen
Kurt Kitayama
Louis Oosthuizen