Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Trump ætlar að heiðra Woods
Tiger Woods og Donald Trump.
Þriðjudagur 16. apríl 2019 kl. 22:33

Trump ætlar að heiðra Woods

Menn hafa keppst við það að óska Tiger Woods til hamingju með sinn 15. risatitil síðustu daga og hafa margir íþróttamenn sem og aðrir heimsfrægir einstaklingar verið í þeim hópi.

Einn þeirra er Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Hann lýsti því yfir í gær að hann hyggðist sæma Woods orðu, þeirri hæstu sem óbreyttum borgurum í Bandríkjunum er veitt af þarlendum stjórnarvöldum.

Orðan ber heitið Presidential Medal of Freedom á ensku og svipar eflaust til Fálkaorðunnar okkar Íslendinga. Forsetinn getur heiðrað fólk sem þykir hafa skarað fram úr í íþróttum eða listum eða látið gott af sér leiða í bandarísku þjóðlífi.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is