Fréttir

Tveir kylfingar Solheim bikarsins án kylfna
Angel Yin.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 20:13

Tveir kylfingar Solheim bikarsins án kylfna

Solheim bikarinn hefst á föstudaginn en þá mætast lið Evrópu og Bandaríkjanna. Keppnin er haldin á tveggja ára fresta og er leikfyrirkomulagið það sama og karla megin í Ryder bikarnum. Að þessu sinni er leikið á Gleneagles PGA Centenary vellinum í Skotlandi.

Það er mikill heiður fyrir kylfinga að fá að keppa fyrir hönd liðs síns og fylgir því oft töluvert stress. Stressið er samt aðeins meira fyrir tvo leikmann keppninnar, því einn kylfingur úr hvoru liði eru enn ekki búinar að fá kylfurnar úr fluginu til Skotlands.

Kylfingarnir eru þær Jodi Ewart Shadoff sem leikur fyrir hönd Evrópu og Angel Yin sem er í liði Bandaríkjanna. 

Báðar flugu þær með Air Lingus og komu engin golfsett þegar á áfangastað var komið. Yin fékk hvorki golfsett né ferðatöskuna sína á meðan Shadoff fékk ekki golfsettið sittt. Yin er þó búin að fá ferðatöskuna en báðar bíða þær enn eftir kylfunum.