Fréttir

Tvíbætti vallarmetið á Þverárvelli
Sigurpáll var að sjálfsögðu í rauðu buxunum frægu þegar hann setti vallarmetin.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 25. ágúst 2019 kl. 12:51

Tvíbætti vallarmetið á Þverárvelli

Meistaramót Hellishóla fór fram um helgina á Þverárvelli. Alls tóku 28 kylfingar þátt í mótinu en vallarmetið var slegið tvisvar.

Þrefaldi Íslandsmeistarinn Sigurpáll Geir Sveinsson gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet á gulum teigum á fyrri keppnisdeginum þegar hann lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Á hringnum fékk hann sex fugla, tvo skolla og einn örn.

Degi seinna lék Sigurpáll svo vandræðalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn en tapaði ekki höggi og kom inn á 65 höggum og bætti því vallarmetið frá fyrsta deginum.

Það ætti því ekki að koma mörgum á óvart að Sigurpáll endaði mótið sem klúbbmeistari, samtals á 13 höggum undir pari.

Hér fyrir neðan eru skorkortin hjá Sigurpáli í mótinu:


Fyrra vallarmetið.


Seinna vallarmetið.