Fréttir

Tvöfaldur sigur hjá GR á Íslandsmóti golfklúbba +50 ára
Sigurlið GR sem keppti í Öndverðarnesi um helgina. Mynd: golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 18. ágúst 2019 kl. 21:37

Tvöfaldur sigur hjá GR á Íslandsmóti golfklúbba +50 ára

Golfklúbbur Reykjavíkur er tvöfaldur Íslandsmeistari golfklúbba í flokki 50 ára og eldri árið 2019 eftir mót helgarinnar.

Í karlaflokki fór Íslandsmótið fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja og mættust Golfklúbburinn Keilir og GR í úrslitaleiknum. Svo fór að lokum að GR hafði betur og endaði því GK í 2. sæti. GKG endaði í þriðja sæti en Golfklúbbur Borgarness féll niður í 2. deild.


Sigursveit GR í karlaflokki. Mynd: golf.is

Í kvennaflokki fór Íslandsmótið fram hjá Golfklúbbi Öndverðarness og var þar sami úrslitaleikur, GR gegn GK. Líkt og í karlaflokkinum hafði GR betur í úrslitaleiknum og vann klúbburinn því tvöfalt þetta árið. GKG endaði einnig í þriðja sæti í kvennaflokki en Golfklúbburinn Oddur féll í 2. deild.

Úrslit úr öllum deildum í Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri voru eftirfarandi:

3. deild karla:

1. GSG (Leikur í 2. deild á næsta ári)
2. GJÓ
3. GHD

2. deild karla:

1. GO (Leikur í 1. deild á næsta ári)
2. GM
3. GVS

1. deild karla:

1. GR
2. GK
3. GKG
4. GA
5. GS
6. NK
7. GÖ
8. GB (Leikur í 2. deild á næsta ári)

2. deild kvenna:

1. GVG (Leikur í 1. deild á næsta ári)
2. GKB
3. GÖ

1. deild kvenna:

1. GR
2. GK
3. GKG
4. GM
5. NK
6. GHD/GFB
7. GA
8. GO (Leikur í 2. deild á næsta ári)