Fréttir

Undanúrslitin klár í Íslandsmótinu í holukeppni
Ólafur Björn Loftsson er kominn áfram í undanúrslitin.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 22. júní 2019 kl. 20:45

Undanúrslitin klár í Íslandsmótinu í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni, Securitas mótið, fer fram um helgina á Garðavelli á Akranesi. Riðlakeppni mótsins kláraðist fyrr í dag, 8 manna úrslitin voru svo leikin strax í kjölfarið og eru nú undanúrslitin klár. 

Sigurvegarar síðasta árs, Rúnar Arnórsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, eiga enn möguleika á að verja titla sína eftir sigur í 8 manna úrslitum. Rúnar bar sigurorð af Hlyni Bergssyni 4/2 á meðan vann Ragnhildur, Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, 4/3.

Úrslit í 8 manna úrslitum karla voru eftirfarandi:

Ólafur Björn Loftsson vann Hákon Örn Magnússon - 19. holu
Arnór Ingi Finnbjörnsson vann Hákon Harðarson - 2/1
Jóhannes Guðmundsson vann Björn Óskar Guðjónsson - 5/3
Rúnar Arnórsson vann Hlyn Bergsson - 4/2

Úrslit í 8 manna úrslitum kvenna voru eftirfarandi:

Ragnhildur Kristinsdóttir vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur - 4/3
Hulda Clara Gestsdóttir vann Önnu Sólveigu Snorradóttur -  7/5
Saga Traustadóttir vann Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur - 3/2
Amanda Guðrún Bjarnadóttir vann Særósu Evu Óskarsdóttur - 6/5

Undanúrslitin eru því klár en þau hefjast snemma í fyrramálið og hefjast svo úrslitaleikirnir strax í framhaldinu.

Undanúrslit KK:

Ólafur Björn Loftsson (GKG) - Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR)
Jóhannes Guðmundsson (GR) - Rúnar Arnórsson (GK)

Undanúrslit KVK:

Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) - Hulda Clara Gestsdóttir (GKG)
Saga Traustadóttir (GR) - Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD)

Hérna er hægt að sjá úrslit allra leikja.