Fréttir

Unnið að stækkun Brautarholts
Brautarholt er einn af glæsilegustu völlum landsins
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 28. desember 2021 kl. 20:56

Unnið að stækkun Brautarholts

Golfklúbbur Brautarholts hefur hafið framkvæmdir við stækkun vallarins um 9 holur. Völlurinn sem í dag er 12 holur er einn glæsilegasti völlur landsins í frábæru landslagi og því um afar spennandi verkefni að ræða.

Völlurinn mun að framkvæmdum loknum verða samtals 21 hola sem hægt verður að leika á fjölbreyttan máta. 12 holu hringur, 9 holu hringur eða tvisvar sinnum 9 holur. Fyrir þá allra hörðustu verður hægt að leika 9 holur plús 12 holur.

Samkvæmt reynslu Brauthyltinga eru þó 80% kylfinga sem leika 12 holur. Með þessum breytingum er markmiðið að bjóða fleiri rástíma fyrir þá sem vilja fara 12 holur en einnig bjóða 18 holu hring fyrir þá sem vilja.

Völlurinn opnaði árið 2012 og var hannaður af Michael Kelly og Edwin Roald. Á þeim tíma voru teiknaðar 18 holur og verður stuðst við þá hönnun við stækkunina.