Fréttir

Úrtökumótin: Ólafur Björn hefur leik á morgun
Ólafur Björn Loftsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 18:05

Úrtökumótin: Ólafur Björn hefur leik á morgun

Ólafur Björn Loftsson hefur á morgun leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla. Þetta er síðasta 1. stigs mótið en nú þegar hafa fimm Íslendingar tryggt sig inn á 2. stigið.

Leikið er á Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi og eru 118 kylfingar skráðir til leiks. Það má því reikna með því að um 23 komist áfram á 2. stigið.

Ólafur hefur leik seint á morgun en hann byrjar klukkan 14:28 að staðartíma, sem er 12:28 að íslenskum tíma. Hann byrjar á 10. holu og með honum í holli eru þeir Jake Ayres og Ignacio Estrada.

Hægt verðr að fylgjast með skori keppenda hérna.