Fréttir

Úrtökumótin: Rástímar klárir fyrir fyrstu tvo hringina
Haraldur Franklín Magnús. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 20:38

Úrtökumótin: Rástímar klárir fyrir fyrstu tvo hringina

Annað og næst síðasta stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð karla í golfi fer fram dagana 7.-10. nóvember. Alls komust fimm íslenskir kylfingar á annað stigið í ár en keppt verður á fjórum golfvöllum víðs vegar um Spán.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Rúnar Arnórsson.

Andri, Guðmundur og Rúnar spila á Desert Springs vellinum á meðan Haraldur leikur á Alenda Golf vellinum og Bjarki á Bonmont vellinum.

Alls komast um 20 kylfingar áfram af hverjum velli. Greint verður frá skori íslensku kylfinganna eftir hvern keppnisdag.

Rástímar íslensku strákanna á fyrsta keppnisdegi:

8:20 - Rúnar Arnórsson (Desert Springs)
8:40 - Guðmundur Ágúst Kristjánsson (Desert Springs)
8:50 - Haraldur Franklín Magnús (Alenda Golf)
9:25 - Bjarki Pétursson (Bonmont)
9:30 - Andri Þór Björnsson (Desert Springs)

Rástímar íslensku strákanna á öðrum keppnisdegi:

8:15 - Bjarki Pétursson (Bonmont)
8:20 - Andri Þór Björnsson (Desert Springs)
9:20 - Rúnar Arnórsson (Desert Springs)
9:40 - Guðmundur Ágúst Kristjánsson (Desert Springs)
10:00 - Haraldur Franklín Magnús (Alenda Golf)

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda.