Fréttir

Úrtökumótin: Sex högga bæting hjá Dagbjarti
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 18. september 2019 kl. 15:59

Úrtökumótin: Sex högga bæting hjá Dagbjarti

Dagbjartur Sigurbrandsson GR lék í dag annan hringinn á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fram fer á Stoke by Nayland í Englandi.

Dagbjartur lék annan hringinn á 2 höggum undir pari og vann sig upp um nokkur sæti í mótinu en hann er samtals á 2 höggum yfir pari eftir hringina tvo. 

Á hring dagsins fékk Dagbjartur alls þrjá fugla, þrjá skolla og einn örn sem kom á 14. holu vallarins.


Skorkort Dagbjarts.

Þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á öðrum keppnisdegi er Dagbjartur jafn í 37. sæti

Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu og komast um 20% kylfinga áfram á næsta stig að þeim loknum. 94 kylfingar hófu leik á þriðjudaginn og má því reikna með að um 19 kylfingar komist áfram. Þessa stundina er Dagbjartur þremur höggum frá topp-20 og því þarf hann að leika vel næstu daga.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.