Fréttir

Úrtökumótin: Valdís náði sér ekki á strik
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 22:32

Úrtökumótin: Valdís náði sér ekki á strik

Valdís Þóra Jónsdóttir lék á 76 höggum á öðrum degi 2. stigs úrtökumóts fyrir LPGA mótaröðina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik fyrr í dag en nánar má lesa um hringinn hennar hérna.

Leikið er á tveimur völlum, Panther vellinum og Bobcat vellinum, og lék Valdís, líkt og Ólafía, á Bobcat vellinum í dag. 

Valdís hóf leik á 10. holu í dag og byrjaði daginn á fugli. Hún tapaði svo samtals fjórum höggum á holum 12 og 13 og var þá komin á þrjú högg yfir par. Þannig var staðan þar til á fjórðu holu þegar hún fékk fugl en fékk svo í framhaldinu þrjá skolla í röð á holum sex til átta. Valdís endaði daginn á fugli og kom því í hús á fjórum höggum yfir pari.

Eftir daginn er Valdís jöfn í 155. sæti á samtals sjö höggum yfir pari. Bæði Valdís og Ólafía eru í neðri helmingnum og þurfa því á góðum hring að halda á morgun ætli þær sér áfram.

Hérna má sjá skor keppenda.