Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís endaði í 24. sæti í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 21:30

Valdís endaði í 24. sæti í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, varð í dag í 24. sæti á Jabra Ladies Open mótinu sem fram fór á LET og LET Access mótaröðunum í Frakklandi.

Valdís lék hringina þrjá í mótinu á 7 höggum yfir pari en hún lék lokahring mótsins á höggi yfir pari. Á hring dagsins fékk Valdís þrjá fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla en skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Valdísar í mótinu.

Annabel Dimmock fagnaði sigri í mótinu en hún lék á 7 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan áhugakylfingnum Pauline Roussin Bouchard. Báðar hljóta þær þátttökurétt á Evian meistaramótinu fyrir árangur sinn.


Annabel Dimmock.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)