Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís í 39. sæti í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Fimmtudagur 23. maí 2019 kl. 21:28

Valdís í 39. sæti í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf í dag leik á Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af LET Access og LET mótaröðunum í golfi og fer fram í Frakklandi.

Valdís lék fyrsta hring mótsins á 74 höggum eða 3 höggum yfir pari og er jöfn í 39. sæti af 132 keppendum. 

Á hring dagsins fékk Valdís sex skolla, fimm fugla og einn tvöfaldan skolla. Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Til mikils er að vinna í móti vikunnar en efstu tveir kylfingarnir að þremur hringjum loknum öðlast þátttökurétt á Evian meistaramótinu, einu af risamótunum fimm.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)