Fréttir

Valdís keppir á úrtökumóti fyrir Opna ástralska
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 15:12

Valdís keppir á úrtökumóti fyrir Opna ástralska

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er skráð til leiks á úrtökumóti fyrir ISPS Handa Women's Australian Open mótið sem fer fram dagana 14.-17. febrúar.

Úrtökumótið fer hins vegar fram á morgun, þriðjudag, þar sem 90 kylfingar berjast um þrjú laus sæti í mótinu. Möguleiki er á að fleiri keppendur öðlist þátttökurétt en það er þó háð því að keppendur sem eru nú þegar með keppnisrétt á Australian Open dragi sig úr leik.

Valdís hefur leik klukkan 9:28 að staðartíma á þriðjudaginn í úrtökumótinu sem er klukkan 23:28 að íslenskum tíma í kvöld.

Hér verður hægt að skoða úrslit mótsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair USA
Icelandair USA