Fréttir

Valdís lék lokahringinn á 75 höggum
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 23. júní 2019 kl. 10:00

Valdís lék lokahringinn á 75 höggum

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék í nótt lokahringinn á Ladies European Thailand meistaramótinu á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari. Samtals lék Valdís hringina fjóra í mótinu á 5 höggum yfir pari og endaði í 54. sæti.

Valdís, sem lék með heimakonunum Phudthipinij og Utama á lokahringnum, byrjaði illa og lék fyrstu holuna á 8 höggum. Næstu 17 holur lék hún á höggi undir pari en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla á þeim kafla.

Stigalisti mótaraðarinnar hefur nú þegar verið uppfærður eftir mót helgarinnar. Valdís situr nú í 65. sæti eftir 10 mót en hún var í 67. sæti fyrir mótið í Taílandi.

Áhugakylfingurinn Atthaya Thitikul stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á 22 höggum undir pari, fimm höggum á undan Esther Heinseleit sem endaði önnur.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.