Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra á +3 í dag og situr alveg við niðurskurðarlínuna
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Föstudagur 24. maí 2019 kl. 14:52

Valdís Þóra á +3 í dag og situr alveg við niðurskurðarlínuna

Valdís Þóra Jónsdóttir lék í dag annan hringinn á Jabra Ladies Open mótinu sem er hluti af LET Access og LET mótaröðunum. Hringinn lék hún á þremur höggum yfir pari og er því samtals á sex höggum yfir pari.

Hringurinn hjá Valdísi í dag var ansi skrautlegur þar sem hún fékk aðeins fimm pör. Hún fékk svo fimm fugla og 8 skolla og kom því í hús á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari, líkt og í gær.

Eins og staðan er núna miðast niðurskurðurinn við þá kylfinga sem eru á sex höggum yfir pari eða betur og er Valdís því alveg við niðurskurðarlínuna. Hvort Valdís kemst áfram mun því ekki verða ljóst fyrr en fleiri kylfingar hafa lokið leik.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)