Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra endaði í 49. sæti í Abu Dhabi
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.
Laugardagur 12. janúar 2019 kl. 11:26

Valdís Þóra endaði í 49. sæti í Abu Dhabi

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, endaði í 49. sæti á Fatima Bint Mubarak Ladies Open mótinu sem fór fram dagana 10.-12. janúar í Abu Dhabi. Mótið var fyrsta mót tímabilsins á Evrópumótaröð kvenna.

Valdís Þóra lék hringina þrjá í mótinu á 14 höggum yfir pari og náði sér í raun aldrei á strik. Besti hringurinn hennar kom þó í dag þegar hún lék á höggi yfir pari.

Þegar nokkrar holur eru eftir í mótinu er Englendingurinn Charley Hull með eins höggs forystu á 8 höggum undir pari. Marianne Skarpnord er önnur á 7 höggum undir pari.


Skorkort Valdísar á lokahringnum.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Eftir mót vikunnar heldur Valdís til Ástralíu en þar tekur við keppnistörn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)