Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra hefur leik á morgun í Abu Dhabi
Valdís Þóra Jónsdóttir
Miðvikudagur 9. janúar 2019 kl. 10:00

Valdís Þóra hefur leik á morgun í Abu Dhabi

Evrópumótaröð kvenna fer af stað á nýjan leik á morgun þegar að Fatima Bint Mubarak Ladies Open mótið hefst. Leikið er á Saadiyat Beach vellinum en hann er staðsettur í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Meðal þátttakenda er Valdís Þóra Jónsdóttir og hefur hún leik klukkan 12:42 að staðartíma sem er 8:42 að íslenskum tíma. Með henni í holli er hin velska Becky Brewerton.

Kylfingur mun flytja fregnir af gengi Valdísar en fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með gangi mála hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)