Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra íþróttamaður Akraness í sjöunda sinn
Valdís Þóra Jónsdóttir
Miðvikudagur 9. janúar 2019 kl. 12:00

Valdís Þóra íþróttamaður Akraness í sjöunda sinn

Valdís Þóra Jónsdóttir, sem hefur leik á morgun á Evrópumótaröð kvenna, var í vikunni kjörinn íþróttamaður Akraness í sjöunda sinn. 

Þetta er þriðja árið í röð sem hún hlýtur þessa viðurkenningu. Hún hefur nú samtals hlotið hana sjö sinnum og er hún nú orðin sigursælust allra í þessu kjöri frá upphafi.

Í öðru sæti varð hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson og skotíþróttamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson varð þriðji.

Við óskum Valdísi til hamingju með viðurkenninguna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)