Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra komst ekki inn á Opna ástralska
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Þriðjudagur 12. febrúar 2019 kl. 08:54

Valdís Þóra komst ekki inn á Opna ástralska

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék á 77 höggum á úrtökumóti sem haldið var hjá Grange golfklúbbnum fyrir Opna ástralska mótið. Það dugði ekki til að tryggja sér sæti í mótinu en einungis 3 sæti voru í boði í úrtökumótinu.

Valdís hóf leik á 10. teig í nótt og fékk tvo tvöfalda skolla á fyrstu sex holum mótsins. Hún svaraði því hins vegar ágætlega með tveimur fuglum á 16. og 17. holu og kláraði sínar fyrri níu á tveimur höggum yfir pari.

Á seinni níu fékk Valdís svo þrjá skolla og endaði hringinn á 5 höggum yfir pari eða 77 höggum.

Af þeim 80 kylfingum sem tóku þátt í úrtökumótinu endaði Valdís í 48. sæti.


Skorkort Valdísar.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í úrtökumótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640