Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Valdís Þóra náði sér ekki á strik í dag
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 13:00

Valdís Þóra náði sér ekki á strik í dag

La Reserva de Sotogrande Inviational mótið á Evrópumótaröð kvenna hófst í dag en tveir íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda, þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra átti út snemma í morgun og hefur því lokið við fyrsta hringinn. Hún átti ekki sinn besta dag og kom í hús á 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Á hringnum fékk hún sex skolla og restin pör.

Hún er sem stendur jöfn í 110. sæti en einhverjir kylfingar eiga eftir að hefja leik. Guðrún Brá er ennþá úti á velli en eftir þrjár holur er hún á einu höggi undir pari.

Hér má fylgjast með stöðunni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is