Fréttir

Valdís Þóra nýr Íþróttastjóri GL
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 29. október 2020 kl. 17:49

Valdís Þóra nýr Íþróttastjóri GL

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir var í dag kynnt sem nýr Íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis. Hún tekir við starfinu af Birgi Leifi Hafþórssyni sem lét af störfum í lok sumars.

Hún mun frá og með 1. nóvember starfa sem Íþróttastjóri GL þar sem hún mun sjá um barna-, unglinga- og afreksstarf félagsins ásamt því að sinna almennum félagsmönnum GL. Í tilkynningu á GL segir að nýi Íþróttastjórinn hafi hafi skýra framtíðarsýn á starfið og er tilbúin að gera gott starf enn betra með það að markmiði að koma iðkendum sínum í fremstu röð.

Valdís Þóra hefur leikið fyrir GL allt sitt líf og hefur til að mynda í þrígang orðið Íslandsmeistari í höggleik kvenna, síðast árið 2017. Hún var nýlega valin á lista yfir mögulega Ólympíufara á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram fara á næsta ári.

Tilkynningu GL má nálgast hérna.