Fréttir

Vann með sama pútter og árið 2013
Harris English.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 14:32

Vann með sama pútter og árið 2013

Líkt og komið hefur fram á Kylfingi fagnaði Bandaríkjamaðurinn Harris English sigri um helgina á fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni, Sentry Tournament of Champions.

Sigurinn var áhugaverður fyrir þær sakir að þetta er fyrsti sigur English í tæp 8 ár en nú hefur einnig verið greint frá því að English notaði sama pútterinn í báðum tilfellum.

Pútterinn sem um ræðir er frá Ping og ber heitið HoHum. Hann hefur þó ekki verið í pokanum hjá English í allan þennan tíma en á síðasta ári náði hann aftur í gamla pútterinn og hefur árangurinn verið góður.

Eftir sigurinn um helgina er English kominn upp í 17. sæti á heimslistanum og hefur aldrei verið jafn ofarlega.

Pútterinn hans English:

Ping Scottsdale HoHum: Specs
Loft: 3 gráður
Lengd: 36 1/4 tommur
Grip: Ping AVS MidSize