Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Verðandi faðir vann veðmál og fær því að skíra strákinn Tiger
Tiger Woods.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 08:00

Verðandi faðir vann veðmál og fær því að skíra strákinn Tiger

Trey Little, bandarískur karlmaður, gerði skemmtilegt veðmál við konuna sína fyrir Masters mótið. Þau sömdu um það að ynni Tiger Woods Masters mótið mætti Trey skýra ófæddan son sinn Tiger og yrði hann þá Tiger Little.

Trey sagði í viðtali að hann hafi talað um nafnið Tiger allt frá því að kona hans, Denise Coleman, hefði tilkynnt honum um óléttuna. „Við vildum bæði nafn sem er aðeins öðruvísi og ég er mikill áhugamaður um golf.“

Veðmálið varð þannig til að einn dag í vinnunni leiddist Trey eitthvað að gerði því samning sem þau bæði undirrituðu þar sem sagði að ynni Tiger mótið fengi Trey að skíra soninn Tiger.

Nú er spurning hvort þau muni taka þá ákvörðun að skýra son sinn Tiger Little.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is